aftur á forsíðu jólavefsins
Jólasveinar Ólafs Péturssonar

Myndir eru birtar með leyfi höfundar

Ólafur Pétursson teiknaði jólasveina á jólasveinafrímerki sem komu út árið 2002.

Í jólasveinakvæði skáldsins Jóhannesar frá Kötlum eru nöfn íslensku jólasveinanna talin þessi í samræmi við eðli þeirra: Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrjarmur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Árið 2002 voru 100 ár liðin frá fæðingu Jóhannesar úr Kötlum. Hann lést árið 1972. Íslandspóstur hf. gaf það ár út frímerki með jólasveinamyndum eftir Ólaf Pétursson. Íslandspóstur ákvað að gefa út öll 13 frímerkin í einu árið 2002 í stað þess að dreifa þeim á nokkur ár. Tilvitnanir í kvæði Jóhannesar úr Kötlum eru á frímerkjunum.

Ólafur Pétursson gerði einnig fyrir nokkrum árum þessa jólasveina:

Jólasveinamyndir Ólafs Péturssonar eru birtar með leyfi höfundar
Vinsamlegast virðið höfundarréttarlög og afritið ekki þessar myndir.
Seinast uppfært 12-dec-03
aftur á forsíðu jólavefsins